Theresa May varkár í túlkun á sigri Íhaldsflokksins í sveitarstjórnarkosningum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2017 21:44 Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. Vísir/Getty Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira