Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 17:00 Mikil sprunga hefur myndast í Larsen C-íshelluna á Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton. Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton.
Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30