Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 12:45 Fjarreikistjarnan LHS 1140b ásamt móðurstjörnu sinni á teikningu listamanns ESO. Teikning/ESO/spaceengine.org Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49