Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 12:45 Fjarreikistjarnan LHS 1140b ásamt móðurstjörnu sinni á teikningu listamanns ESO. Teikning/ESO/spaceengine.org Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49