Íslenski boltinn

Grindavík skoraði fjögur á Skaganum og setti upp nýliðaslag í undanúrslitunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Grindjánar hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu.
Grindjánar hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu. vísir/hanna
Grindavík komst í kvöld í undanúrslit Lengjubikars karla í fótbolta þegar liðið vann sannfærandi 4-1 sigur á ÍA í fótboltahöllinni á Akranesi.

Grindvíkingar byrjuðu af miklum krafti en fengu hjálp við að skora fyrsta markið þegar Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA, skoraði sjálfsmark strax á 1. mínútu leiksins.

Andri Rúnar Bjarnason tvöfaldaði forskot Grindjána á 12. mínútu eftir sendingu frá William Daniels en miðvörðurinn Hafþór Pétursson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA aðeins þremur mínútum síðar.

Markaveislunni í fyrri hálfleik var ekki lokið því Andri Rúnar skoraði annað mark sitt á 29. mínútu og eftir það fór Ingvar Þór Kale, markvörður Skagamanna, af velli fyrir Pál Gísla Jónsson.

Staðan 3-1 í hálfleik og í þeim síðari bætti enski framherjinn William Daniels við fjórða markinu á 53. mínútu en meira var ekki skorað. Lokatölur, 4-1.

Grindavík mætir KA í nýliðaslag í undanúrslitunum á fimmtudaginn en bæði lið unnu sér inn sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. KA pakkaði Selfossi saman, 4-1, fyrir norðan fyrr í dag.

Markaskorarar fengnir frá úrslit.net.


Tengdar fréttir

KA gekk frá Selfyssingum í seinni hálfleik

KA, sem verður nýliði í Pepsi-deildinni í sumar, komst auðveldlega í undanúrslit Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Inkasso-deildarlið Selfoss, 4-1, í Boganum fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×