Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 19:58 Sean Spicer virðist hafa gleymt því í dag, að Hitler notaði vissulega efnavopn gagnvart saklausum borgurum. Vísir/EPA Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira