Macron og Le Pen leiða Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2017 13:16 Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí. Frakkland Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí.
Frakkland Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira