Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 22:32 Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly. Vísir/Getty Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira