Erlent

Steve Bannon ekki lengur í þjóðaröryggisráðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Donald Trump.
Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Donald Trump. Vísir/EPA
Stephen Bannon er ekki lengur meðlimur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Donald Trump hefur þar með snúið við umdeildri fyrirskipan sinni. Trump varð fyrir nokkurri gagnrýni eftir að hann skipaði Bannon í ráðið, en gagnrýnendur hans sögðu pólitískan ráðgjafa ekki eiga heima í nefndinni sem fjallar um öryggismál Bandaríkjanna.

Samkvæmt breytingunum er yfirmaður njósnamála og formaður hershöfðingjaráðsins aftur skipaður í ráðið.

Stephen Bannon hefur lengi þótt umdeildur og hefur hann verið kallaður gyðingahatari, kynþáttahatari og kvenhatari. Þá féll skipun Bannon í háa stöðu í Hvíta húsinu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna Repúblikanaflokksins.

Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið

Í samtali við Reuters segir starfsmaður Hvíta hússins að vera Bannons í ráðinu hafi ekki verið nauðsynlegt lengur, eftir að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var látinn segja af sér fyrir að afvegaleiða varaforsetann og fleiri um fundi sína með sendiherra Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×