Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 23:15 Fjölmargir Íslendingar hafa kært Halldór á síðustu dögum og vikum vegna svika og pretta. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hneppt Halldór Viðar Sanne í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölmargir Íslendingar hafa kært Halldór á síðustu dögum og vikum vegna svika og pretta. Halldór á sér langa sögu og hefur áður hlotið þungan dóm fyrir fjárdrátt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður sé í haldi lögreglu grunaður um fjársvik tengd leigustarfsemi. „Það er rétt að við yfirheyrðum í fyrradag mann sem grunaður er um fjársvik í tengslum við leigu íbúðarhúsnæðis. Vegna rannsóknarhagsmuna var hann í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald,“ segir Grímur. „Ég get ekki farið nánar út í það en við munum vinna að rannsókn þessara mála áfram og afla okkur allra nauðsynlegra upplýsinga á meðan.“ Halldór hefur nú ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu. Hefur Halldór tekið íbúðir á leigu og framleigt þær öðrum, stolið undan leigugreiðslum þeirra og greitt aðeins fyrsta mánuðinn til réttra eigenda. Lögreglan gerir sér ekki alveg grein fyrir því á þessari stundu hversu mörg málin verða þegar öll kurl verða komin til grafar. „Til að mynda kom inn á borð lögreglunnar ein kæra í gær [fyrradag] og því getum við ekki með vissu sagt hversu mörg málin eru. Hins vegar get ég staðfest að þau eru nokkur sem um ræðir.“ Halldór Sanne hefur ítrekað ratað á síður blaðanna vegna svindls, svika og pretta. Til að mynda hlaut hann þungan dóm í Danmörku og var gerður brottrækur þaðan fyrir umfangsmikið símasvindl þar sem hann vélaði um 800 farsíma af fólki með loforði um skjótan hagnað. Afplánaði Halldór hluta þess dóms á Kvíabryggju. Halldór verður í gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 4. apríl. Á þeim tíma mun lögregla taka skýrslu af aðilum málsins, leita gagna um samskipti Halldórs við fórnarlömb sín og átta sig á umfangi svikanna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15. janúar 2013 18:45 Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 iPhone svindlarinn hafði fé af um hundrað manns Halldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að svíkja fé út úr fólki er grunaður um að hafa svikið um 100 manns. Þetta segir Henning Schmidt, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar í samtali við Vísi. Hann er talinn hafa staðið einn að svindlinu. 15. janúar 2013 09:51 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hneppt Halldór Viðar Sanne í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölmargir Íslendingar hafa kært Halldór á síðustu dögum og vikum vegna svika og pretta. Halldór á sér langa sögu og hefur áður hlotið þungan dóm fyrir fjárdrátt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður sé í haldi lögreglu grunaður um fjársvik tengd leigustarfsemi. „Það er rétt að við yfirheyrðum í fyrradag mann sem grunaður er um fjársvik í tengslum við leigu íbúðarhúsnæðis. Vegna rannsóknarhagsmuna var hann í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald,“ segir Grímur. „Ég get ekki farið nánar út í það en við munum vinna að rannsókn þessara mála áfram og afla okkur allra nauðsynlegra upplýsinga á meðan.“ Halldór hefur nú ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu. Hefur Halldór tekið íbúðir á leigu og framleigt þær öðrum, stolið undan leigugreiðslum þeirra og greitt aðeins fyrsta mánuðinn til réttra eigenda. Lögreglan gerir sér ekki alveg grein fyrir því á þessari stundu hversu mörg málin verða þegar öll kurl verða komin til grafar. „Til að mynda kom inn á borð lögreglunnar ein kæra í gær [fyrradag] og því getum við ekki með vissu sagt hversu mörg málin eru. Hins vegar get ég staðfest að þau eru nokkur sem um ræðir.“ Halldór Sanne hefur ítrekað ratað á síður blaðanna vegna svindls, svika og pretta. Til að mynda hlaut hann þungan dóm í Danmörku og var gerður brottrækur þaðan fyrir umfangsmikið símasvindl þar sem hann vélaði um 800 farsíma af fólki með loforði um skjótan hagnað. Afplánaði Halldór hluta þess dóms á Kvíabryggju. Halldór verður í gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 4. apríl. Á þeim tíma mun lögregla taka skýrslu af aðilum málsins, leita gagna um samskipti Halldórs við fórnarlömb sín og átta sig á umfangi svikanna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15. janúar 2013 18:45 Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 iPhone svindlarinn hafði fé af um hundrað manns Halldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að svíkja fé út úr fólki er grunaður um að hafa svikið um 100 manns. Þetta segir Henning Schmidt, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar í samtali við Vísi. Hann er talinn hafa staðið einn að svindlinu. 15. janúar 2013 09:51 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00
Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15. janúar 2013 18:45
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00
iPhone svindlarinn hafði fé af um hundrað manns Halldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að svíkja fé út úr fólki er grunaður um að hafa svikið um 100 manns. Þetta segir Henning Schmidt, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar í samtali við Vísi. Hann er talinn hafa staðið einn að svindlinu. 15. janúar 2013 09:51