Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Sveinn Arnarsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Halldór Sanne ætlaði að leigja Bergljótu einbýlishús sem hann átti ekki í Reykjanesbæ. Vísir/GVA Bergljót Snorradóttir segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við dæmdan svindlara, Halldór Viðar Sanne. Á hún að hafa greitt honum fyrirframgreidda leigu á einbýlishúsi í Njarðvík sem hann átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Halldór Viðar kannast ekki við að hafa tekið við fjármagni af Bergljótu og kallar hana lygara. Halldór Viðar Sanne er einn þekktasti fjársvikari okkar Íslendinga hin síðari ára og á sér langa sögu í svikum og prettum. Meðal annars auglýsti hann námskeið í lífvörslu sem aldrei var haldið en einnig hlaut hann þungan dóm í Danmörku fyrir umfangsmikil fjársvik þar sem hann vélaði fólk til að kaupa farsíma á raðgreiðslum. Hann lofaði að selja þá á Íslandi með miklum hagnaði fyrir alla aðila. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Halldór þar sem hann hirti símana sjálfur og seldi. Bergljót Snorradóttir. Bergljót segir Halldór mjög færan í því sem hann gerir. „Þetta byrjar á því að hann auglýsir einbýlishús í Njarðvík til leigu á bland.is í síðasta mánuði. Sonur minn hafði hug á að leigja þetta hús ásamt tveimur öðrum. Við förum fjögur að skoða húsið og honum líst á hópinn og við á húsið.“ segir Bergljót. „Hann tjáði okkur að mikil eftirspurn væri að húsinu og því þyrfti hann að fá fyrirfram greiðslu svo tryggt væri að hópurinn tæki íbúðina á leigu,“ segir Bergljót. Húsnæðið í Njarðvík var ekki og er ekki í eigu Halldórs. Hann var með húsið sjálfur á leigu og mátti ekki leigja það áfram samkvæmt leigusamningi sem hann gerði við eiganda fasteignarinnar. „Einnig hringdi hann í þjónustufullttrúann minn í mínum viðskiptabanka til að telja henni trú um að millifæra um 900 þúsund krónur af reikningi mínum í fyrirframgreidda leigu. Það símtal er til á hljóðupptöku,“ segir Bergljót. „Hinsvegar náði hann af mér 300 þúsund krónum. Ástæða þess að ég segi þessa sögu er til að aðrir hugsi sig um áður en farið er í viðskipti við þennan siðblinda mann.“ Halldór segir þetta mikinn misskilning. „þessi kona er ekki að segja sannleikann og hefur logið í tvígang upp á mig. Hún er greinilega ósátt yfir því að fá ekki húsnæðið til afnota og vill því nota fyrri sögu mína til að ná sér niðri á mér,“ segir Halldór Viðar. „Það stóð til að leigja húsið út en við ákváðum að selja það frekar.“ Talið er að Sanne hafi svikið á annað hundrað milljónir af dönskum símakaupendum.hægri Halldór Viðar Hafsteinsson, eða Halldór Viðar Sanne, segist sjá mikið eftir sínum mistökum síðustu ára en nú reyni hann að byggja upp framtíð og hann segir svikin, prettina og lygarnar að baki. „Auðvitað sé ég eftir því sem ég gerði. Ég sveik marga en ég hef verið dæmdur fyrir þau brot og tekið út minn dóm. Nú er ég breyttur maður,“ segir Halldór Viðar. Nú er Halldór kominn til Íslands og ætlar sér stóra hluti í fyrirtækjarekstri. Nú reynir hann að koma upp fyrirtækinu TimeShareIceland og auglýsir eftir meðeiganda af fyrirtækinu. Fyrirtækið er samkvæmt Halldóri fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið býður útlendingum að eignast hluta í fasteignum á Íslandi á mjög sanngjörnu verði. Þannig geti fólk keypt hluta í húsi og notað það í eina til tvær vikur á ári. Það sem skiptir hinsvegar miklu máli er að fyrirtækið á enga fasteign eins og staðan er núna. Að mati Halldórs mun það einungis vera tímaspursmál hvenær fyrirtækið eignist íbúðir til að selja útlendingum. Bergljót segir Halldór Viðar hafa kássast upp á rangan aðila. „Hann mun ekki komast upp með það að stela af mér peningum. Ég mun ekki sitjaog horfa á það þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú þegar kært málið til lögreglu og veitt þeim gögn um samskipti mín við Halldór sem ég á skrifuð.“ segir Bergljót.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Bergljót Snorradóttir segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við dæmdan svindlara, Halldór Viðar Sanne. Á hún að hafa greitt honum fyrirframgreidda leigu á einbýlishúsi í Njarðvík sem hann átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Halldór Viðar kannast ekki við að hafa tekið við fjármagni af Bergljótu og kallar hana lygara. Halldór Viðar Sanne er einn þekktasti fjársvikari okkar Íslendinga hin síðari ára og á sér langa sögu í svikum og prettum. Meðal annars auglýsti hann námskeið í lífvörslu sem aldrei var haldið en einnig hlaut hann þungan dóm í Danmörku fyrir umfangsmikil fjársvik þar sem hann vélaði fólk til að kaupa farsíma á raðgreiðslum. Hann lofaði að selja þá á Íslandi með miklum hagnaði fyrir alla aðila. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Halldór þar sem hann hirti símana sjálfur og seldi. Bergljót Snorradóttir. Bergljót segir Halldór mjög færan í því sem hann gerir. „Þetta byrjar á því að hann auglýsir einbýlishús í Njarðvík til leigu á bland.is í síðasta mánuði. Sonur minn hafði hug á að leigja þetta hús ásamt tveimur öðrum. Við förum fjögur að skoða húsið og honum líst á hópinn og við á húsið.“ segir Bergljót. „Hann tjáði okkur að mikil eftirspurn væri að húsinu og því þyrfti hann að fá fyrirfram greiðslu svo tryggt væri að hópurinn tæki íbúðina á leigu,“ segir Bergljót. Húsnæðið í Njarðvík var ekki og er ekki í eigu Halldórs. Hann var með húsið sjálfur á leigu og mátti ekki leigja það áfram samkvæmt leigusamningi sem hann gerði við eiganda fasteignarinnar. „Einnig hringdi hann í þjónustufullttrúann minn í mínum viðskiptabanka til að telja henni trú um að millifæra um 900 þúsund krónur af reikningi mínum í fyrirframgreidda leigu. Það símtal er til á hljóðupptöku,“ segir Bergljót. „Hinsvegar náði hann af mér 300 þúsund krónum. Ástæða þess að ég segi þessa sögu er til að aðrir hugsi sig um áður en farið er í viðskipti við þennan siðblinda mann.“ Halldór segir þetta mikinn misskilning. „þessi kona er ekki að segja sannleikann og hefur logið í tvígang upp á mig. Hún er greinilega ósátt yfir því að fá ekki húsnæðið til afnota og vill því nota fyrri sögu mína til að ná sér niðri á mér,“ segir Halldór Viðar. „Það stóð til að leigja húsið út en við ákváðum að selja það frekar.“ Talið er að Sanne hafi svikið á annað hundrað milljónir af dönskum símakaupendum.hægri Halldór Viðar Hafsteinsson, eða Halldór Viðar Sanne, segist sjá mikið eftir sínum mistökum síðustu ára en nú reyni hann að byggja upp framtíð og hann segir svikin, prettina og lygarnar að baki. „Auðvitað sé ég eftir því sem ég gerði. Ég sveik marga en ég hef verið dæmdur fyrir þau brot og tekið út minn dóm. Nú er ég breyttur maður,“ segir Halldór Viðar. Nú er Halldór kominn til Íslands og ætlar sér stóra hluti í fyrirtækjarekstri. Nú reynir hann að koma upp fyrirtækinu TimeShareIceland og auglýsir eftir meðeiganda af fyrirtækinu. Fyrirtækið er samkvæmt Halldóri fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið býður útlendingum að eignast hluta í fasteignum á Íslandi á mjög sanngjörnu verði. Þannig geti fólk keypt hluta í húsi og notað það í eina til tvær vikur á ári. Það sem skiptir hinsvegar miklu máli er að fyrirtækið á enga fasteign eins og staðan er núna. Að mati Halldórs mun það einungis vera tímaspursmál hvenær fyrirtækið eignist íbúðir til að selja útlendingum. Bergljót segir Halldór Viðar hafa kássast upp á rangan aðila. „Hann mun ekki komast upp með það að stela af mér peningum. Ég mun ekki sitjaog horfa á það þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú þegar kært málið til lögreglu og veitt þeim gögn um samskipti mín við Halldór sem ég á skrifuð.“ segir Bergljót.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira