Ný eldflaugatilraun Norður-Kóreu til marks um árangur Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 10:35 Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. KCNA Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. Markmið einræðisríkisins er að þróa eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Fyrr í mánuðinum skaut Norður-Kórea fjórum eldflaugum að Japan þar sem þeir æfðu kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.Yfirlit yfir eldflaugar Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsTalsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að enn þyrfti að gera rannsóknir varðandi hreyfilinn, en staðfesti ekki að hægt væri að nota hreyfilinn á ICBM-eldflaug. Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu. Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug. Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. Markmið einræðisríkisins er að þróa eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Fyrr í mánuðinum skaut Norður-Kórea fjórum eldflaugum að Japan þar sem þeir æfðu kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.Yfirlit yfir eldflaugar Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsTalsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að enn þyrfti að gera rannsóknir varðandi hreyfilinn, en staðfesti ekki að hægt væri að nota hreyfilinn á ICBM-eldflaug. Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu. Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug. Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira