Khalid Masood: Hvað er vitað um árásarmanninn í London? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2017 09:06 Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús á miðvikudag. vísir/getty Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00
Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56
Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42