Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2017 07:00 Breskir lögreglumenn minnast félaga síns, Keiths Palmer, sem var myrtur í árásinni á miðvikudag. vísir/epa Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira