Stefnt að einkarekstri í heilbrigðiskerfi Finna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Auðjöfurinn Juha Sipila er forsætisráðherra Finnlands. Stjórn hans ætlar að ráðast í breytingarnar. vísir/getty Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira