Stefnt að einkarekstri í heilbrigðiskerfi Finna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Auðjöfurinn Juha Sipila er forsætisráðherra Finnlands. Stjórn hans ætlar að ráðast í breytingarnar. vísir/getty Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira