Erlent

Kalla eftir því að Park verði handtekin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmæli hafa farið fram víða.
Mótmæli hafa farið fram víða. Vísir/Getty
Mótmælendur í Suður Kóreu hafa kallað eftir því að Park Geun-hye, sem vikið var úr embætti forseta á dögunum, verði handtekinn fyrir spillingu og brot í opinberu starfi. BBC greinir frá.

Park var vikið úr embætti á föstudag en dvelur enn í forsetahöll Suður Kóreu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir að hún lét af embætti. Þúsundir hafa mætt til þess að krefjast þess að Park verði handtekin.

Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn hennar einnig mætt þar sem mótmælin hafa farið fram til þess að sýna forsetanum fyrrverandi stuðning í verki. Óttast lögregla að hóparnir tveir muni takast á en þrír hafa þegar látist í mótmælum frá því í gær.

Park er sökuð um að hafa látið vinkonu sinni í té ýmsar trúnaðarupplýsingar og leyft henni að taka þátt í mikilvægum ákvarðanatökum innan ríkisstjórnarinnar. Vinkonan er sögð hafa nýtt sér þessar upplýsingar til fjárkúgunar, en hún var handtekin í nóvember síðastliðnum.

Kosningar verða haldnar í síðasta lagi 9. maí og sýna skoðanakannanir að Demókrataflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, sé með mikið forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×