Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2017 08:17 Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars. Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars.
Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46