Milos: Hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2017 18:30 Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira