Frjálslyndir bæta við sig fylgi á síðustu metrunum í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 20:00 Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn. Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn.
Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00
"Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00
Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila