Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. mars 2017 07:00 Keppinautarnir Mark Rutte forsætisráðherra og Geert Wilders mættust í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira