Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. mars 2017 07:00 Keppinautarnir Mark Rutte forsætisráðherra og Geert Wilders mættust í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira