Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. mars 2017 07:00 Keppinautarnir Mark Rutte forsætisráðherra og Geert Wilders mættust í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira