Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. mars 2017 07:00 Keppinautarnir Mark Rutte forsætisráðherra og Geert Wilders mættust í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira