Kínverjar hvetja til stillingar yfir Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 11:13 Rex Tillerson (t.v.) og Wang Yi (t.h.) takast í hendur eftir fund þeirra í Beijing í morgun. Vísir/EPA Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira