Þessi mál hafa einna helst einkennt fyrsta mánuð valdatíðar þessa 45. forseta Bandaríkjanna:
Fyrsta vikan
Fyrsta verkið í embætti: Ræðst gegn Obamacare
Einungis nokkrum tímum eftir að Donald Trump sór embættiseið undirritaði hann tilskipun sem felur í sér að takmarka áhrif og útgjöld Bandaríkjastjórnar vegna sjúkratryggingakerfis Bandaríkjastjórnar sem hefur gengið undir nafninu Obamacare. Sagði Trump þetta fyrsta skrefið í þá átt að afnema kerfið í heild sinni.
Hvað mættu margir á innsetningarathöfnina?
Ljóst var að mun færri sóttu innsetningarathöfn Donald Trump í Washington DC þann 20. janúar síðastliðinn, borið saman við innsetningarathöfn Obama átta árum fyrr.
The crowd size comparison, from 2009 and today. pic.twitter.com/iMYZy9PRK8
— Matt Viser (@mviser) January 20, 2017
Fyrstu vikur forsetatíðar Trump hafa annars einkennst mjög af árásum á fjölmiðla, þar sem Trump hefur sakað ákveðna fjölmiðla, meðal annars CNN og MSNBC, um að flytja falsaðar fréttir (e. fake news). Fox virðist vera sú stöð sem einna helst nýtur velvildar Trump af þeim stærstu, en síðustu daga hafa einstakir fréttamenn Fox einnig gagnrýnt Trump fyrir árásir hans á fjölmiðla.
Trump ræðst gegn fóstureyðingum
Trump undirritaði tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar.
Trump ræðst gegn fríverslun
Trump skrifaði hann undir tilskipun þess efnis að Bandaríkin dragi sig út úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership (TPP)). Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn, en Obama var hlynntur samningnum. Trump hefur einnig sagt vilja endursemja um NAFTA, fríverslunarsamtarf Norður-Ameríkuríkja.
Múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
Trump greindi frá því að framkvæmdir við byggingu múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna myndu hefjast við fyrsta tækifæri. Þá sagði hann að hann myndi sjá til þess að Mexíkó myndi borga reikninginn, meðal annars með því að koma á 20 prósenta skatti á innflutning á mexíkóskum vörum til Bandaríkjanna. Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Trump vegna gjörða og orða Trump.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var fyrst erlendra þjóðarleiðtoga til að heimsækja Trump í Washington. Að fundi loknum lagði May áherslu á að Trump studdi vel við bakið á NATO, þrátt fyrir að hann hafi áður sagt bandalagið vera úrelt.
Trump og ferðabannið
Trump undirritaði tilskipun um að tímabundið banna komu ríkisborgara frá sjö múslimaríkjum – Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen – til Bandaríkjanna, þrátt fyrir að búa yfir gildri vegabréfsáritun. Tilskipun Trump olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim. Í kosningabaráttunni hafði Trump sagst vilja banna komu allra múslima til landsins.
Önnur vikan
Ferðabannið gagnrýnt
Önnur vika Trump í embætti einkenndist af harðri gagnrýni á ferðabannið. Mikill fjöldi fólks mótmælti á götum og flugvöllum. Dómari í Washington-ríki dæmdi bannið ólöglegt og að það skyldi afnumið. Áfrýjunardómstóll í San Francisco ákvað síðar að lögbannið sem sett var á tilskipuninaskyldi standa. Trump var allt annað en sáttur.
SEE YOU IN COURT, THE SECURITY OF OUR NATION IS AT STAKE!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2017
Það kom nokkuð á óvart þegar Trump varaði Ísraelsstjórn við byggingu nýrra landtökubyggða. Sagði hann að slíkar byggðist væru ekki til þess fallandi að stuðla að friði.
Tilnefnir Gorsuch sem nýjan hæstaréttardómara
Trump tilnefndi hinn 49 ára Neil Gorsuch sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna.
Þriðja vikan
Fundaði með Abe
Trump fundaði með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í Washington. Leiðtogarnir ræddu aðallega þau mál þar sem ríkin hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta en mesta athygli vakti þó vandræðalegt og langt handaband þeirra.
Bandaríkjaþing þarf að staðfesta skipun fjölda þeirra sem forseti tilnefnir til að gegna ákveðnum embættum í stjórn sinni. Hafa viðkomandi mætt yfir þingnefnd til að svara spurningum, en margir þeirra sem Trump tilnefndi eru umdeildir mjög, svo sem dómsmálaráðherrann Jeff Sessions og menntamálaráðherrann Betsy DeVos. Þingið samþykkti skipun DeVos með 51 greiddi atkvæði gegn 50 greiddu en varaforsetinn Mike Pence þurfti þar að greiða úrslitaatkvæðið þar sem jafnt var á munum. Afar fátítt er að varaforsetinn þurfi að greiða atkvæði.
Vörulína Ivönku og Nordstrom
Trump sakaði verslunakeðjuna Nordstrom um að fara illa með dóttur sína Ivönku Trump, eftir að ákveðið var að hætta sölu á vörulínu hennar í verslunum Nordstrom. Conway þótti feta mjög vafasamar slóðir þegar hún hvatti fólk sérstaklega til að kaupa vörur úr fata- og skartgripalínu Ivönku.
My daughter Ivanka has been treated so unfairly by @Nordstrom. She is a great person -- always pushing me to do the right thing! Terrible!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 8, 2017
Fréttir eru sagðar af samskiptum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við sendiherra Rússlands, áður en Trump tók við embætti forseta. Málið hefur reynst Trump-stjórninni afar erfitt og leiddi að lokum til afsagnar Flynn, eftir einungis 24 daga í embætti.
Fjórða vikan
Trump hitter Trudeau
Þriðji fundur Trump með leiðtoga erlends ríkis var fundur hans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Líkt og á fundi Trump og Abe vakti handaband þeirra sérstaka athygli.
Trump tilnefndi Alexander Acosta í embætti vinnumálaráðherra eftir að Andrew Puzder, sem Trump hafði upphaflega tilnefnt í embættið, dró sig í hlé eftir að hann missti stuðning þingmanna Repúblikana.
Einstakur fréttamannafundur
Trump réðst harkalega gegn fjölmiðlum á einstökum 75 mínútna fréttamannafundi. Sagði hann fjölmiðla stjórnlausa.