Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira