Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira