Þrjú hundruð þúsund þjást Páll Stefánsson skrifar 11. febrúar 2017 14:00 Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. . Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. .
Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira