Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot atli ísleifsson skrifar 15. febrúar 2017 13:40 Thierry Solère er talsmaður framboðs Repúblikanans Francois Fillon. Vísir/AFP Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, en í dag greina franskir fjölmiðlar frá því að talsmaður hans, Thierry Solère, sé nú til rannsóknar hjá yfirvöldum vegna gruns um skattaundanskot. Síðustu vikur hafa reynst Fillon afskaplega erfiðar eftir að upp komst að hann hafi haft eiginkonu og börn á launaskrá hjá hinu opinbera sem aðstoðarmenn sína, án þess þó að þau hafi skilað eðlilegu vinnuframlagi. Það er blaðið Le Canard enchaîné sem greinir frá þessu, en það sagði einnig fyrst frá greiðslunum til eiginkonu og barna Fillon. Að sögn blaðsins á Solère að hafa verið til rannsóknar hjá yfirvöldum frá í september, en meint undanskot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu 2010 til 2013. Fillon hefur hafnað ásökunum blaðsins og segir þær lygar. Solère kveðst saklaus af ásökununum og hefur sagt í samtali við BFM TV að hann íhugi að stefna blaðinu fyrir meiðyrði. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Fillon var lengi vel talinn eiga mjög góða möguleika á að bera sigur úr býtum, en heldur hefur hallað undan fæti hjá framboði hans á síðustu vikum. Skoðanakannanir benda til að líklegast þyki að kostið verði milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen. forsetaefni Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð kosninganna. Tengdar fréttir Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Sarkozy ákærður vegna ólöglegrar eyðslu fjár í kosningabaráttu Sögð hafa falsað reikninga til að fela um 22,5 milljónir evra sem varið var í kosningabaráttunni 2012. 7. febrúar 2017 10:38 Styttist í kosningar Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. 11. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, en í dag greina franskir fjölmiðlar frá því að talsmaður hans, Thierry Solère, sé nú til rannsóknar hjá yfirvöldum vegna gruns um skattaundanskot. Síðustu vikur hafa reynst Fillon afskaplega erfiðar eftir að upp komst að hann hafi haft eiginkonu og börn á launaskrá hjá hinu opinbera sem aðstoðarmenn sína, án þess þó að þau hafi skilað eðlilegu vinnuframlagi. Það er blaðið Le Canard enchaîné sem greinir frá þessu, en það sagði einnig fyrst frá greiðslunum til eiginkonu og barna Fillon. Að sögn blaðsins á Solère að hafa verið til rannsóknar hjá yfirvöldum frá í september, en meint undanskot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu 2010 til 2013. Fillon hefur hafnað ásökunum blaðsins og segir þær lygar. Solère kveðst saklaus af ásökununum og hefur sagt í samtali við BFM TV að hann íhugi að stefna blaðinu fyrir meiðyrði. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Fillon var lengi vel talinn eiga mjög góða möguleika á að bera sigur úr býtum, en heldur hefur hallað undan fæti hjá framboði hans á síðustu vikum. Skoðanakannanir benda til að líklegast þyki að kostið verði milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen. forsetaefni Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð kosninganna.
Tengdar fréttir Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Sarkozy ákærður vegna ólöglegrar eyðslu fjár í kosningabaráttu Sögð hafa falsað reikninga til að fela um 22,5 milljónir evra sem varið var í kosningabaráttunni 2012. 7. febrúar 2017 10:38 Styttist í kosningar Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. 11. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37
Sarkozy ákærður vegna ólöglegrar eyðslu fjár í kosningabaráttu Sögð hafa falsað reikninga til að fela um 22,5 milljónir evra sem varið var í kosningabaráttunni 2012. 7. febrúar 2017 10:38
Styttist í kosningar Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. 11. febrúar 2017 10:00