Styttist í kosningar 11. febrúar 2017 10:00 Emmanuel Macron, óháður miðjuframbjóðandi. Fréttablaðið/EPA Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí. Donald Trump Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí.
Donald Trump Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent