Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2017 19:15 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent