Erlent

Trump óskar eftir því að beðið verði fyrir áhorfstölum Schwarzenegger

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er samsett.
Myndin er samsett. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, óskaði eftir því að beðið yrði fyrir áhorfstölum Arnold Schwarzenegger sem stýrir nú The Apprentice, raunveruleikaþættinum sem Trump stýrði um árabil. Washington Post fjallar um.

„Þeir réðu mikla, mikla kvikmyndastjörnu, Arnold Schwarzenegger, til þess að koma í minn stað. Við vitum hvernið það gekk. Áhorfstölurnar fóru leiðbeint niður,“ grínaðist Trump með á Natinonal Prayer Breakfast, árlegum fundi áhrifamanna í Washington.

Trump og Schwarzenegger hafa skotið fast á hvorn annan að undanförnu eftir að sá síðarnefndi tók við umsjón The Apprentice. Fyrstu þátturinn fór í loftið í síðasta mánuði og minnkaði áhorf mikið frá því að Trump hélt um stjórnartaumana.

Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig og birti stutt myndband á Twitter-síðu sinni þar hann steig fram með tilboð fyrir Trump.

„Hey, Donald, ég er með frábæra hugmynd. Af hverju skiptum við ekki um störf? Þú tekur við sjónvarpsþættinum vegna þess að þú veist svo mikið um áhorfstölur og ég tek við þínu starfi. Þá getur fólk kannski farið að sofa rólega á ný.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×