Erlent

Áfrýjunardómstóllinn hafnar tilskipun Trumps að sinni

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Donald Trump forseti Bandaríkjanna
Donald Trump forseti Bandaríkjanna Vísir /EPA
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni frá dómsmálaráðuneytinu um að tilskipun Donalds Trumps verði aftur tekin í gildi. Tiskipunin  meinar íbúum sjö landa frá Mið-Austurlöndum og Afríku inngöngu inn í Bandaríkin. Ákvörðun áfrýjunardómstólsins leiðir til þess að íbúum þessara sjö landa er nú heimilt að ferðast til Bandaríkjanna þar til málinu hefur verið gerð skil og klárað hefur verið að fara í gegnum öll gögn. BBC greinir frá þessu.

Dómarar alríkisdómstólsins, sem stóðu að baki ákvörðuninni að hafna beiðni dómsmálaráðuneytisins, lögð þó fram kröfu um að þeir sem stæðu að málinu, þ.e. yfirvöld í Washington, Minnesota og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, yrðu að leggja fram viðbótargögn, ekki seinna en í fyrramálið, til að styðja við mál sitt.

Stjórnvöld í Íran brugðust við ákvörðun alríkisdómarans James Robart, sem lagði upphaflega lögbann á tilskipunina á föstudag, með því að tilkynna að bandaríska glímuliðinu yrðu heimiluð innganga inn í land sitt til að keppa á  heimsmeistaramótinu sem haldið verður þar síðar í mánuðinum. Áður höfðu írönsk stjórnvöld bannað liðinu inngöngu í landið fyrir tilstilli tilskipun Trumps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×