Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 14:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira