Blikar búnir að fá til sín markakónga hjá þremur Pepsi-deildarliðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 16:00 Hrvoje Tokic, Aron Bjarnason og Martin Lund Pedersen. Vísir/Samsett Breiðablik hefur á síðasta sólarhringnum fengið til sín þá Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV en Kópavogsliðið safnar nú öflugum sóknarmönnum. Áður höfðu Blikar fengið til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni. Allir eiga þessir þrír leikmenn það sameiginlegt að hafa verið markahæstu leikmenn síns félags í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Það efast enginn um það að Blikunum vantaði hjálp við markaskorun. Árni Vilhjálmsson, sem lék bara hálft tímabilið, var markahæstur hjá Blikum síðasta sumar með 6 mörk og kom alls með beinum hætti að 10 af 27 mörkum Kópavogsliðsins þrátt fyrir að spila aðeins 55 prósent leikjanna (12 af 22). Árni Vilhjálmsson er nú aftur farinn út og því hafa Blikar farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn í leit að markaskorurum fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2017.Martin Lund Pedersen var markahæstur hjá Fjölni með 9 mörk en hann átti einnig 5 stoðsendingar og fiskaði tvö víti sem gáfu mörk. Martin Lund kom því með beinum hætti að sextán mörkum Fjölnis í Pepsi-deildinni 2016.Hrvoje Tokic var markahæstur hjá Víkingi Ólafsvík með 9 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mörk. Tokic kom því með beinum hætti að tólf mörkum Víkinga í Pepsi-deildinni 2016.Aron Bjarnason var markahæstur hjá ÍBV með 5 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og kom því með beinum hætti að sjö mörkum ÍBV í Pepsi-deildinni 2016. Umræddir þrír nýir leikmenn Blika skoruðu því 23 mörk saman eða aðeins fjórum mörkum minna en allt Blikaliðið til samans. Þeir voru síðan einnig með 9 stoðsendingar og 3 fiskuð víti sem gáfu mörk. Blikar skoruðu „aðeins“ 27 mörk í Pepsi-deildinni eða minnst af þeim liðum sem enduðu í átta efstu sætunum. Breiðabliks endaði í sjötta sæti en Valsmenn sem voru ofar á markatölu skoruðu fjórtán mörkum meira en Blikaliðið síðasta sumar. Það skilaði því ekki Blikum Evrópusæti þótt að aðeins Íslandsmeistarar FH hafi fengið á sig færri mörk. Það fylgir þó sögunni að engum þessara þriggja leikmanna, Martin Lund Pedersen, Hrvoje Tokic eða Aroni Bjarnasyni tókst að skora hjá Blikum síðasta sumar. Saman spiluðu þeir í 423 mínútur á móti Blikavörninni og uppskera þeirra var 0 mörk og 1 stoðsending (Tokic). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira
Breiðablik hefur á síðasta sólarhringnum fengið til sín þá Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV en Kópavogsliðið safnar nú öflugum sóknarmönnum. Áður höfðu Blikar fengið til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni. Allir eiga þessir þrír leikmenn það sameiginlegt að hafa verið markahæstu leikmenn síns félags í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Það efast enginn um það að Blikunum vantaði hjálp við markaskorun. Árni Vilhjálmsson, sem lék bara hálft tímabilið, var markahæstur hjá Blikum síðasta sumar með 6 mörk og kom alls með beinum hætti að 10 af 27 mörkum Kópavogsliðsins þrátt fyrir að spila aðeins 55 prósent leikjanna (12 af 22). Árni Vilhjálmsson er nú aftur farinn út og því hafa Blikar farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn í leit að markaskorurum fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2017.Martin Lund Pedersen var markahæstur hjá Fjölni með 9 mörk en hann átti einnig 5 stoðsendingar og fiskaði tvö víti sem gáfu mörk. Martin Lund kom því með beinum hætti að sextán mörkum Fjölnis í Pepsi-deildinni 2016.Hrvoje Tokic var markahæstur hjá Víkingi Ólafsvík með 9 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mörk. Tokic kom því með beinum hætti að tólf mörkum Víkinga í Pepsi-deildinni 2016.Aron Bjarnason var markahæstur hjá ÍBV með 5 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og kom því með beinum hætti að sjö mörkum ÍBV í Pepsi-deildinni 2016. Umræddir þrír nýir leikmenn Blika skoruðu því 23 mörk saman eða aðeins fjórum mörkum minna en allt Blikaliðið til samans. Þeir voru síðan einnig með 9 stoðsendingar og 3 fiskuð víti sem gáfu mörk. Blikar skoruðu „aðeins“ 27 mörk í Pepsi-deildinni eða minnst af þeim liðum sem enduðu í átta efstu sætunum. Breiðabliks endaði í sjötta sæti en Valsmenn sem voru ofar á markatölu skoruðu fjórtán mörkum meira en Blikaliðið síðasta sumar. Það skilaði því ekki Blikum Evrópusæti þótt að aðeins Íslandsmeistarar FH hafi fengið á sig færri mörk. Það fylgir þó sögunni að engum þessara þriggja leikmanna, Martin Lund Pedersen, Hrvoje Tokic eða Aroni Bjarnasyni tókst að skora hjá Blikum síðasta sumar. Saman spiluðu þeir í 423 mínútur á móti Blikavörninni og uppskera þeirra var 0 mörk og 1 stoðsending (Tokic).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira