Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 21:51 Tveir írakskir ríkisborgarar hafa höfðað mál gegn Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi. Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi.
Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42