Gylfi er ekki til sölu sama hversu mikið Everton, Dýrlingarnir og allir hinir bjóða Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er eftirsóttur maður. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, er ekki til sölu. Swansea ætlar að gera allt hvað það getur til að halda í Hafnfirðinginn á meðan janúarglugginn er opinn og mun ekki selja hann sama hversu hátt tilboð berst. Þetta kemur fram í velskum miðlum í morgun. South Wales Evening Post greinir frá því að Everton, sem bauð 25 milljónir punda í Gylfa síðasta sumar, ætli að reyna aftur við íslenska miðjumanninn áður en mánuðurinn er á enda en Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, virðist mikill aðdáandi Gylfa Þórs.Sjá einnig:Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Fram kemur í fréttinni að Swansea ætli þó ekki að selja Gylfa en Wales Online gengur enn lengra og fullyrðir að Swansea muni ekki selja Gylfa sama hversu hátt tilboð berst í janúar. Guðmundur Benediktsson, lýsandi á Stöð 2 Sport og umsjónarmaður Messunnar, sagði frá því á Twitter-síðu sinni á dögunum að Southampton hefði boðið 34 milljónir punda í Gylfa en Swansea hefði hafnað því. Það er í takt við fréttir velsku blaðanna í morgun.Sagan segir að Southampton sé búið að bjóða 34M punda fyrir Gylfa Sig.Swansea á að hafa hafnað því ágæta boði. #Messan #Enski365 #Swansea— Gummi Ben (@GummiBen) January 8, 2017 Gylfi Þór er langbesti leikmaður Swansea-liðsins en hann er búinn að skora sex mörk og leggja upp önnur fimm á tímabilinu. Hann bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð með því að skora níu mörk og leggja upp tvö á seinni hluta leiktíðar en nú er liðið aftur í fallbaráttu. Áður en tímabilið hófst skrifaði Gylfi Þór undir nýjan fjögurra ára samning við Swansea. Hann virðist vera mjög eftirsóttur og hefur verið settur á lista yfir líklega leikmenn sem verða seldir í janúar. Sjálfur hugsar hann sér ekki til hreyfings: „Eins og ég hef sagt í síðustu viðtölum er ég ekkert að spá í þessu. Næstu tveir mánuðir eru mikilvægur tími fyrir liðið þar sem við þurfum að komast á skrið og vinna leiki. Ég einbeiti mér algjörlega að liðinu og því að fara að vinna einhverja leiki. Ég vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Akraborginni á X977 í síðustu viku. Enski boltinn Tengdar fréttir Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00 Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30 Neil Warnock: „Gylfi er besti miðjumaðurinn í úrvalsdeildinni“ Knattspyrnustjórinn reyndi er heldur betur hrifinn af íslenska miðjuparinu Aroni Einari og Gylfa Þór. 6. janúar 2017 14:26 Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Gylfa Þór Sigurðssyni líst mjög vel á nýjan stjóra liðsins, Paul Clement, sem kom frá Bayern München. 6. janúar 2017 09:00 Áhugi Everton á Gylfa enn til staðar Everton hefur áhuga á Gylfa Þór sigurðssyni og vill fá íslenska landsliðsmanninn til sín í janúarglugganum. 9. janúar 2017 16:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, er ekki til sölu. Swansea ætlar að gera allt hvað það getur til að halda í Hafnfirðinginn á meðan janúarglugginn er opinn og mun ekki selja hann sama hversu hátt tilboð berst. Þetta kemur fram í velskum miðlum í morgun. South Wales Evening Post greinir frá því að Everton, sem bauð 25 milljónir punda í Gylfa síðasta sumar, ætli að reyna aftur við íslenska miðjumanninn áður en mánuðurinn er á enda en Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, virðist mikill aðdáandi Gylfa Þórs.Sjá einnig:Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Fram kemur í fréttinni að Swansea ætli þó ekki að selja Gylfa en Wales Online gengur enn lengra og fullyrðir að Swansea muni ekki selja Gylfa sama hversu hátt tilboð berst í janúar. Guðmundur Benediktsson, lýsandi á Stöð 2 Sport og umsjónarmaður Messunnar, sagði frá því á Twitter-síðu sinni á dögunum að Southampton hefði boðið 34 milljónir punda í Gylfa en Swansea hefði hafnað því. Það er í takt við fréttir velsku blaðanna í morgun.Sagan segir að Southampton sé búið að bjóða 34M punda fyrir Gylfa Sig.Swansea á að hafa hafnað því ágæta boði. #Messan #Enski365 #Swansea— Gummi Ben (@GummiBen) January 8, 2017 Gylfi Þór er langbesti leikmaður Swansea-liðsins en hann er búinn að skora sex mörk og leggja upp önnur fimm á tímabilinu. Hann bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð með því að skora níu mörk og leggja upp tvö á seinni hluta leiktíðar en nú er liðið aftur í fallbaráttu. Áður en tímabilið hófst skrifaði Gylfi Þór undir nýjan fjögurra ára samning við Swansea. Hann virðist vera mjög eftirsóttur og hefur verið settur á lista yfir líklega leikmenn sem verða seldir í janúar. Sjálfur hugsar hann sér ekki til hreyfings: „Eins og ég hef sagt í síðustu viðtölum er ég ekkert að spá í þessu. Næstu tveir mánuðir eru mikilvægur tími fyrir liðið þar sem við þurfum að komast á skrið og vinna leiki. Ég einbeiti mér algjörlega að liðinu og því að fara að vinna einhverja leiki. Ég vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Akraborginni á X977 í síðustu viku.
Enski boltinn Tengdar fréttir Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00 Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30 Neil Warnock: „Gylfi er besti miðjumaðurinn í úrvalsdeildinni“ Knattspyrnustjórinn reyndi er heldur betur hrifinn af íslenska miðjuparinu Aroni Einari og Gylfa Þór. 6. janúar 2017 14:26 Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Gylfa Þór Sigurðssyni líst mjög vel á nýjan stjóra liðsins, Paul Clement, sem kom frá Bayern München. 6. janúar 2017 09:00 Áhugi Everton á Gylfa enn til staðar Everton hefur áhuga á Gylfa Þór sigurðssyni og vill fá íslenska landsliðsmanninn til sín í janúarglugganum. 9. janúar 2017 16:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00
Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30
Neil Warnock: „Gylfi er besti miðjumaðurinn í úrvalsdeildinni“ Knattspyrnustjórinn reyndi er heldur betur hrifinn af íslenska miðjuparinu Aroni Einari og Gylfa Þór. 6. janúar 2017 14:26
Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Gylfa Þór Sigurðssyni líst mjög vel á nýjan stjóra liðsins, Paul Clement, sem kom frá Bayern München. 6. janúar 2017 09:00
Áhugi Everton á Gylfa enn til staðar Everton hefur áhuga á Gylfa Þór sigurðssyni og vill fá íslenska landsliðsmanninn til sín í janúarglugganum. 9. janúar 2017 16:30