„Ekki full vinna að æfa í tvo tíma á dag“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2017 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og frá leik í Pepsi-deild karla. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira