Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á úrslit eigin leikja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2017 13:24 Úr leik í Pepsi-deild karla síðastaliðið sumar. Myndin eða leikmennirnir á henni tengjast innihaldi fréttarinnar ekki beint. Vísir Stór hópur leikmanna íslenskra félagsliða veðja á úrslit eigin leikja eða um sjö prósent. Þetta er niðurstaða víðtækrar rannsóknar sem gerð var á þátttöku leikmanna í peningaspilum. Niðurstaðan verður kynnt á ráðstefnu um rannsóknir í líf og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands sem haldin verður á Háskólatorgi 3. og 4. janúar. Ágrip úr erindi þeirra Daníels Ólasonar, Kristjáns Óskarssonar, Tryggva Einarssonar og Hafrúnar Kristjánsdóttur sem sáu um framkvæmd rannsóknarinnar hefur verið birt í Læknablaðinu, sem lesa má hér á bls. 26. Erindið verður flutt kl. 14.50 en dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. 2170 leikmenn átján ára og eldri 105 félagsliða á Íslandi fengu spurningalista og fengust svör frá 725 leikmönnum eða 33% af heildarfjölda leikmanna. Meðal þess sem kemur í ljós að tveir af hverjum þremur sem svöruðu höfðu tekið þátt í peningaspili á undanförnu ári og um fimmti hver spilar vikulega eða oftar. Flestir veðja á leiki á erlendum vefsíðum en sem fyrr segir hafa sjö prósent þeirra sem svöruðu, um 50 manns, veðjað á úrslit eigin leikja. Það er vitanlega bannað samkvæmt reglum KSÍ en það er raunar svo að öllum samningsbundnum leikmönnum á Íslandi er óheimilt að veðja á íslenska knattspyrnuleiki. Reglulega hafa komið upp mál þar sem grunur hefur vaknað um að leikmenn á Íslandi hafi veðjað á eigin knattspyrnuleiki. Þó hefur ekki tekist að færa sönnur á það. Vorið 2014 vöknuðu grunsemdir um að leikmaður Dalvíkur/Reynis hefði veðjað á úrslit leik liðsins gegn Þór í móti í janúar það ár en rannsókn KSÍ á málinu leiddi ekkert í ljós. Íslenski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Stór hópur leikmanna íslenskra félagsliða veðja á úrslit eigin leikja eða um sjö prósent. Þetta er niðurstaða víðtækrar rannsóknar sem gerð var á þátttöku leikmanna í peningaspilum. Niðurstaðan verður kynnt á ráðstefnu um rannsóknir í líf og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands sem haldin verður á Háskólatorgi 3. og 4. janúar. Ágrip úr erindi þeirra Daníels Ólasonar, Kristjáns Óskarssonar, Tryggva Einarssonar og Hafrúnar Kristjánsdóttur sem sáu um framkvæmd rannsóknarinnar hefur verið birt í Læknablaðinu, sem lesa má hér á bls. 26. Erindið verður flutt kl. 14.50 en dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. 2170 leikmenn átján ára og eldri 105 félagsliða á Íslandi fengu spurningalista og fengust svör frá 725 leikmönnum eða 33% af heildarfjölda leikmanna. Meðal þess sem kemur í ljós að tveir af hverjum þremur sem svöruðu höfðu tekið þátt í peningaspili á undanförnu ári og um fimmti hver spilar vikulega eða oftar. Flestir veðja á leiki á erlendum vefsíðum en sem fyrr segir hafa sjö prósent þeirra sem svöruðu, um 50 manns, veðjað á úrslit eigin leikja. Það er vitanlega bannað samkvæmt reglum KSÍ en það er raunar svo að öllum samningsbundnum leikmönnum á Íslandi er óheimilt að veðja á íslenska knattspyrnuleiki. Reglulega hafa komið upp mál þar sem grunur hefur vaknað um að leikmenn á Íslandi hafi veðjað á eigin knattspyrnuleiki. Þó hefur ekki tekist að færa sönnur á það. Vorið 2014 vöknuðu grunsemdir um að leikmaður Dalvíkur/Reynis hefði veðjað á úrslit leik liðsins gegn Þór í móti í janúar það ár en rannsókn KSÍ á málinu leiddi ekkert í ljós.
Íslenski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira