Ævintýralegur munur á United með og án Carrick sem tapar ekki með hann í liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Michael Carrick er að spila vel 35 ára gamall og United má ekki án hans vera. vísir/getty Þrátt fyrir alla þá tugi og hundruði milljóna punda sem Manchester United er búið að eyða í leikmenn á undanförnum árum virðist það vera 16 milljóna punda maðurinn Michael Carrick (sem kom til liðsins 2006) sem er ekki bara mikilvægasti leikmaður United heldur sá lang mikilvægasti. Allavega segir tölfræðin það. Það er hreint ævintýralegur munur á gengi Manchester á tímabilinu með og án Michael Carrick en þessi 35 ára gamli miðjumaður, sem er á sinni elleftu leiktíð með liðinu, er ekki enn búinn að tapa leik. Þá er markaskorun allt önnur hjá United með hann í liðinu og það fær á sig færri mörk. Carrick hlaut ekki náð fyrir augum José Mourinho til að byrja með á leiktíðinni og hún byrjaði svo sem vel með sigri í Góðgerðarskildinum og þremur sigrum í röð í byrjun leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. En svo fór að halla undan fæti. Nú er staðan ansi einföld: Ef Michael Carrick spilar þá eru yfirgnæfandi líkur á að Manchester United vinni leikinn. Carrick er búinn að spila fimmtán leiki á tímabilinu í fjórum keppnum (Góðgerðarskildinum, úrvalsdeildinni, Evrópudeildinni og deildabikarnum) án þess að tapa. Með Carrick í liðinu er United búið að vinna þrettán af þessum fimmtán leikjum og gera tvö jafntefli. Liðið er búið að skora 35 mörk í þessum fimmtán leikjum og fá á sig tíu.Manchester United with Michael Carrick starting so far this season:WWWWWDWWDWWWWWGoals: 35Class is permanent. pic.twitter.com/pH5GgGnz9E— FourFourTweet (@FourFourTweet) January 3, 2017 Þrátt fyrir ágæta byrjun í deildinni án Carrick gengur ekkert án hans núna. Í hinum 15 leikjunum sem United er búið að spila á tímabilinu án miðjumannsins hefur það unnið sex sigra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm leikjum. Það skoraði aðeins 16 mörk í þessum fimmtán leikjum en fékk á sig fimmtán eða eitt mark í leik. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist vera búinn að finna besta tríóið á miðjuna í þeim Ander Herrera, Paul Pogba og Carrick þó sá síðastnefndi geti nú ekki spilað alla leiki. Hann á 441 leik að baki fyrir United í öllum keppnum og hefur skorað í þeim 23 mörk og lagt upp önnur 35.Leikir Man. Utd á tímabilinu með Michael Carrick: 15 Sigrar: 13 Jafntefli: 2 Töp: 0 Mörk skoruð: 35 Mörk fengin á sig: 10 Markatala: +25Leikir Man. Utd á tímabilinu án Michael Carrick: 15 Sigrar: 6 Jafntefli: 4 Töp: 5 Mörk skoruð: 16 Mörk fengin á sig: 15 Markatala: +1 Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30 Mourinho: Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir sjötta deildarsigur sinna manna í röð. 2. janúar 2017 19:36 Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Þrátt fyrir alla þá tugi og hundruði milljóna punda sem Manchester United er búið að eyða í leikmenn á undanförnum árum virðist það vera 16 milljóna punda maðurinn Michael Carrick (sem kom til liðsins 2006) sem er ekki bara mikilvægasti leikmaður United heldur sá lang mikilvægasti. Allavega segir tölfræðin það. Það er hreint ævintýralegur munur á gengi Manchester á tímabilinu með og án Michael Carrick en þessi 35 ára gamli miðjumaður, sem er á sinni elleftu leiktíð með liðinu, er ekki enn búinn að tapa leik. Þá er markaskorun allt önnur hjá United með hann í liðinu og það fær á sig færri mörk. Carrick hlaut ekki náð fyrir augum José Mourinho til að byrja með á leiktíðinni og hún byrjaði svo sem vel með sigri í Góðgerðarskildinum og þremur sigrum í röð í byrjun leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. En svo fór að halla undan fæti. Nú er staðan ansi einföld: Ef Michael Carrick spilar þá eru yfirgnæfandi líkur á að Manchester United vinni leikinn. Carrick er búinn að spila fimmtán leiki á tímabilinu í fjórum keppnum (Góðgerðarskildinum, úrvalsdeildinni, Evrópudeildinni og deildabikarnum) án þess að tapa. Með Carrick í liðinu er United búið að vinna þrettán af þessum fimmtán leikjum og gera tvö jafntefli. Liðið er búið að skora 35 mörk í þessum fimmtán leikjum og fá á sig tíu.Manchester United with Michael Carrick starting so far this season:WWWWWDWWDWWWWWGoals: 35Class is permanent. pic.twitter.com/pH5GgGnz9E— FourFourTweet (@FourFourTweet) January 3, 2017 Þrátt fyrir ágæta byrjun í deildinni án Carrick gengur ekkert án hans núna. Í hinum 15 leikjunum sem United er búið að spila á tímabilinu án miðjumannsins hefur það unnið sex sigra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm leikjum. Það skoraði aðeins 16 mörk í þessum fimmtán leikjum en fékk á sig fimmtán eða eitt mark í leik. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist vera búinn að finna besta tríóið á miðjuna í þeim Ander Herrera, Paul Pogba og Carrick þó sá síðastnefndi geti nú ekki spilað alla leiki. Hann á 441 leik að baki fyrir United í öllum keppnum og hefur skorað í þeim 23 mörk og lagt upp önnur 35.Leikir Man. Utd á tímabilinu með Michael Carrick: 15 Sigrar: 13 Jafntefli: 2 Töp: 0 Mörk skoruð: 35 Mörk fengin á sig: 10 Markatala: +25Leikir Man. Utd á tímabilinu án Michael Carrick: 15 Sigrar: 6 Jafntefli: 4 Töp: 5 Mörk skoruð: 16 Mörk fengin á sig: 15 Markatala: +1
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30 Mourinho: Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir sjötta deildarsigur sinna manna í röð. 2. janúar 2017 19:36 Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30
Mourinho: Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir sjötta deildarsigur sinna manna í röð. 2. janúar 2017 19:36
Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30