Ævintýralegur munur á United með og án Carrick sem tapar ekki með hann í liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Michael Carrick er að spila vel 35 ára gamall og United má ekki án hans vera. vísir/getty Þrátt fyrir alla þá tugi og hundruði milljóna punda sem Manchester United er búið að eyða í leikmenn á undanförnum árum virðist það vera 16 milljóna punda maðurinn Michael Carrick (sem kom til liðsins 2006) sem er ekki bara mikilvægasti leikmaður United heldur sá lang mikilvægasti. Allavega segir tölfræðin það. Það er hreint ævintýralegur munur á gengi Manchester á tímabilinu með og án Michael Carrick en þessi 35 ára gamli miðjumaður, sem er á sinni elleftu leiktíð með liðinu, er ekki enn búinn að tapa leik. Þá er markaskorun allt önnur hjá United með hann í liðinu og það fær á sig færri mörk. Carrick hlaut ekki náð fyrir augum José Mourinho til að byrja með á leiktíðinni og hún byrjaði svo sem vel með sigri í Góðgerðarskildinum og þremur sigrum í röð í byrjun leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. En svo fór að halla undan fæti. Nú er staðan ansi einföld: Ef Michael Carrick spilar þá eru yfirgnæfandi líkur á að Manchester United vinni leikinn. Carrick er búinn að spila fimmtán leiki á tímabilinu í fjórum keppnum (Góðgerðarskildinum, úrvalsdeildinni, Evrópudeildinni og deildabikarnum) án þess að tapa. Með Carrick í liðinu er United búið að vinna þrettán af þessum fimmtán leikjum og gera tvö jafntefli. Liðið er búið að skora 35 mörk í þessum fimmtán leikjum og fá á sig tíu.Manchester United with Michael Carrick starting so far this season:WWWWWDWWDWWWWWGoals: 35Class is permanent. pic.twitter.com/pH5GgGnz9E— FourFourTweet (@FourFourTweet) January 3, 2017 Þrátt fyrir ágæta byrjun í deildinni án Carrick gengur ekkert án hans núna. Í hinum 15 leikjunum sem United er búið að spila á tímabilinu án miðjumannsins hefur það unnið sex sigra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm leikjum. Það skoraði aðeins 16 mörk í þessum fimmtán leikjum en fékk á sig fimmtán eða eitt mark í leik. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist vera búinn að finna besta tríóið á miðjuna í þeim Ander Herrera, Paul Pogba og Carrick þó sá síðastnefndi geti nú ekki spilað alla leiki. Hann á 441 leik að baki fyrir United í öllum keppnum og hefur skorað í þeim 23 mörk og lagt upp önnur 35.Leikir Man. Utd á tímabilinu með Michael Carrick: 15 Sigrar: 13 Jafntefli: 2 Töp: 0 Mörk skoruð: 35 Mörk fengin á sig: 10 Markatala: +25Leikir Man. Utd á tímabilinu án Michael Carrick: 15 Sigrar: 6 Jafntefli: 4 Töp: 5 Mörk skoruð: 16 Mörk fengin á sig: 15 Markatala: +1 Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30 Mourinho: Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir sjötta deildarsigur sinna manna í röð. 2. janúar 2017 19:36 Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Þrátt fyrir alla þá tugi og hundruði milljóna punda sem Manchester United er búið að eyða í leikmenn á undanförnum árum virðist það vera 16 milljóna punda maðurinn Michael Carrick (sem kom til liðsins 2006) sem er ekki bara mikilvægasti leikmaður United heldur sá lang mikilvægasti. Allavega segir tölfræðin það. Það er hreint ævintýralegur munur á gengi Manchester á tímabilinu með og án Michael Carrick en þessi 35 ára gamli miðjumaður, sem er á sinni elleftu leiktíð með liðinu, er ekki enn búinn að tapa leik. Þá er markaskorun allt önnur hjá United með hann í liðinu og það fær á sig færri mörk. Carrick hlaut ekki náð fyrir augum José Mourinho til að byrja með á leiktíðinni og hún byrjaði svo sem vel með sigri í Góðgerðarskildinum og þremur sigrum í röð í byrjun leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. En svo fór að halla undan fæti. Nú er staðan ansi einföld: Ef Michael Carrick spilar þá eru yfirgnæfandi líkur á að Manchester United vinni leikinn. Carrick er búinn að spila fimmtán leiki á tímabilinu í fjórum keppnum (Góðgerðarskildinum, úrvalsdeildinni, Evrópudeildinni og deildabikarnum) án þess að tapa. Með Carrick í liðinu er United búið að vinna þrettán af þessum fimmtán leikjum og gera tvö jafntefli. Liðið er búið að skora 35 mörk í þessum fimmtán leikjum og fá á sig tíu.Manchester United with Michael Carrick starting so far this season:WWWWWDWWDWWWWWGoals: 35Class is permanent. pic.twitter.com/pH5GgGnz9E— FourFourTweet (@FourFourTweet) January 3, 2017 Þrátt fyrir ágæta byrjun í deildinni án Carrick gengur ekkert án hans núna. Í hinum 15 leikjunum sem United er búið að spila á tímabilinu án miðjumannsins hefur það unnið sex sigra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm leikjum. Það skoraði aðeins 16 mörk í þessum fimmtán leikjum en fékk á sig fimmtán eða eitt mark í leik. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist vera búinn að finna besta tríóið á miðjuna í þeim Ander Herrera, Paul Pogba og Carrick þó sá síðastnefndi geti nú ekki spilað alla leiki. Hann á 441 leik að baki fyrir United í öllum keppnum og hefur skorað í þeim 23 mörk og lagt upp önnur 35.Leikir Man. Utd á tímabilinu með Michael Carrick: 15 Sigrar: 13 Jafntefli: 2 Töp: 0 Mörk skoruð: 35 Mörk fengin á sig: 10 Markatala: +25Leikir Man. Utd á tímabilinu án Michael Carrick: 15 Sigrar: 6 Jafntefli: 4 Töp: 5 Mörk skoruð: 16 Mörk fengin á sig: 15 Markatala: +1
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30 Mourinho: Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir sjötta deildarsigur sinna manna í röð. 2. janúar 2017 19:36 Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30
Mourinho: Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir sjötta deildarsigur sinna manna í röð. 2. janúar 2017 19:36
Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30