Erlent

Flóðin í Danmörku: Margir munu geta sótt bætur úr viðlagasjóði

Atli Ísleifsson skrifar
Almennar tryggingar fólks ná ekki til skemmda vegna flóða, og eru því margir sem ekki munu fá tjón sín bætt. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Almennar tryggingar fólks ná ekki til skemmda vegna flóða, og eru því margir sem ekki munu fá tjón sín bætt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Mikil flóð hafa gert Dönum lífið erfitt eftir storm og úrhelli á síðustu daga. Búist er við að margir munu geta sótt bætur úr sérstökum viðlagasjóði danskra yfirvalda.

Sérstök nefnd hefur greint frá því að flóðin á ákveðnum landsvæðum falli undir ákvæðum laga um viðlagatryggingar, en nefndin hyggst funda síðar í dag til að meta stöðuna. Frá þessu segir í frétt Aftonbladet.

„Þá munum við ákvarða hvaða svæði í suðurhluta landsins skuli skilgreind sem hamfarasvæði,“ segir formaður nefndarinnar, Jesper Rasmussen.

Samkvæmt lögunum verða flóðin að ná slíkum hæðum sem einungis sjást á tuttugu ára fresti hið minnsta, til að fólk eigi rétt á bótum úr sjóðnum.

Almennar tryggingar fólks ná ekki til skemmda vegna flóða, og eru því margir sem ekki munu fá tjón sín bætt.

„Mælingar hingað til benda til að flóðin hafi náð hæðum sem einungis eiga sér stað á hundrað ára fresti,“ segir Rasmussen.

Í frétt DR segir að sjávarhæðin hafi víða hækkað um nærri 180 sentimetra í óveðri gærdagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×