Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 07:00 Anna Rakel Pétursdóttir í leik með Þór/KA síðastliðið sumar. Þór/KA hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. vísir/Anton Þrátt fyrir yfirlýsingu aðalstjórnar KA um að félagið muni ekki endurnýja samstarfssamning við Þór um sameiginlegan rekstur kvennaliða í handbolta og fótbolta á Akureyri eru forráðamenn Þórs vongóðir um hið gagnstæða. Samstarfið hófst árið 2001 og hefur skilað góðum árangri, þá sérstaklega knattspyrnumegin. Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 og hefur undanfarin tímabil haldið sér í efri hluta efstu deildar kvenna. Eiríkur S. Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði við Vísi í fyrradag að félagið vildi koma á fót eigin knattspyrnuliðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna, meðal annars til að koma til móts við fjölgun iðkenda í yngri flokkum. Það hafi verið ósk iðkenda og foreldra þeirra. Eiríkur viðurkennir að fyrst um sinn myndu tvö lið, sitt í hvoru lagi, ekki vera jafn sterkt og sameinað lið Þórs/KA. „En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ sagði hann.Best fyrir leikmenn Kvennaráð Þórs/KA fundaði með bæði knattspyrnudeild og aðalstjórn Þórs í fyrrakvöld og var það einróma ákvörðun aðila að Þór/KA myndi spila í Pepsi-deild kvenna. Starfið myndi halda áfram, um sinn, í óbreyttri mynd. „Við viljum halda áfram að gera góða hluti og vonandi sem lengst. Svo meta menn hvað er best að gera,“ sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Ég held að það sé hagur kvennaknattspyrnu á Akureyri að samstarfið haldi áfram. Gleymum ekki að hafa í huga hvað sé besti kosturinn fyrir leikmennina.“ Árni og Aðalsteinn eru sammála um að það sé einlægur vilji kvennaráðsins og Þórs að samstarfið haldi áfram. Þeir vilja þó ekki tjá sig að neinu leyti um afstöðu KA. „Ég veit ekki hvað er að baki yfirlýsingunni hjá KA,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef átt góða fundi með knattspyrnudeild KA í vetur og trúi því að menn vinni áfram að því að búa til gott starf.“Leitað í myrkri Nói Björnsson er í forsvari fyrir kvennaráð Þórs/KA og hefur verið í fjöldamörg ár. Hann segir að nú þegar ákveðið hafi verið að halda ótrauð áfram sé gott að leyfa rykinu að setjast á ný. „Það er ekki nokkur áhugi hjá kvennaráðinu að breyta einu né neinu. Það ríkir mikil sátt um okkar starf og maður heyrir að fólk er slegið vegna þessa,“ sagði hann. „Við hefðum viljað setjast niður og fara betur yfir málin. Kannski er hægt að finna sameiginlegan flöt sem við sjáum ekki í því myrkri sem ríkir núna.“ Nói viðurkennir að farvegur málsins nú sé ekki nógu góður. „Við erum bjartsýn og höfum kallað eftir fundum. Við viljum að fólk setjist niður og skiptist á skoðunum,“ segir hann. Eiríkur sagði við Vísi í fyrradag að umræðan í bæjarfélaginu, til dæmis á samfélagsmiðlum, væri oft hatrömm og að samskiptin á milli félaganna hafi ekki alltaf verið góð. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt,“ sagði Eiríkur Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Þrátt fyrir yfirlýsingu aðalstjórnar KA um að félagið muni ekki endurnýja samstarfssamning við Þór um sameiginlegan rekstur kvennaliða í handbolta og fótbolta á Akureyri eru forráðamenn Þórs vongóðir um hið gagnstæða. Samstarfið hófst árið 2001 og hefur skilað góðum árangri, þá sérstaklega knattspyrnumegin. Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 og hefur undanfarin tímabil haldið sér í efri hluta efstu deildar kvenna. Eiríkur S. Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði við Vísi í fyrradag að félagið vildi koma á fót eigin knattspyrnuliðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna, meðal annars til að koma til móts við fjölgun iðkenda í yngri flokkum. Það hafi verið ósk iðkenda og foreldra þeirra. Eiríkur viðurkennir að fyrst um sinn myndu tvö lið, sitt í hvoru lagi, ekki vera jafn sterkt og sameinað lið Þórs/KA. „En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ sagði hann.Best fyrir leikmenn Kvennaráð Þórs/KA fundaði með bæði knattspyrnudeild og aðalstjórn Þórs í fyrrakvöld og var það einróma ákvörðun aðila að Þór/KA myndi spila í Pepsi-deild kvenna. Starfið myndi halda áfram, um sinn, í óbreyttri mynd. „Við viljum halda áfram að gera góða hluti og vonandi sem lengst. Svo meta menn hvað er best að gera,“ sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Ég held að það sé hagur kvennaknattspyrnu á Akureyri að samstarfið haldi áfram. Gleymum ekki að hafa í huga hvað sé besti kosturinn fyrir leikmennina.“ Árni og Aðalsteinn eru sammála um að það sé einlægur vilji kvennaráðsins og Þórs að samstarfið haldi áfram. Þeir vilja þó ekki tjá sig að neinu leyti um afstöðu KA. „Ég veit ekki hvað er að baki yfirlýsingunni hjá KA,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef átt góða fundi með knattspyrnudeild KA í vetur og trúi því að menn vinni áfram að því að búa til gott starf.“Leitað í myrkri Nói Björnsson er í forsvari fyrir kvennaráð Þórs/KA og hefur verið í fjöldamörg ár. Hann segir að nú þegar ákveðið hafi verið að halda ótrauð áfram sé gott að leyfa rykinu að setjast á ný. „Það er ekki nokkur áhugi hjá kvennaráðinu að breyta einu né neinu. Það ríkir mikil sátt um okkar starf og maður heyrir að fólk er slegið vegna þessa,“ sagði hann. „Við hefðum viljað setjast niður og fara betur yfir málin. Kannski er hægt að finna sameiginlegan flöt sem við sjáum ekki í því myrkri sem ríkir núna.“ Nói viðurkennir að farvegur málsins nú sé ekki nógu góður. „Við erum bjartsýn og höfum kallað eftir fundum. Við viljum að fólk setjist niður og skiptist á skoðunum,“ segir hann. Eiríkur sagði við Vísi í fyrradag að umræðan í bæjarfélaginu, til dæmis á samfélagsmiðlum, væri oft hatrömm og að samskiptin á milli félaganna hafi ekki alltaf verið góð. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt,“ sagði Eiríkur
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01
Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45