Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 22:48 Sendiráð Bandaríkjanna í Havana. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira