Þróttur hélt sér á lífi í baráttunni um laust sæti í Pepsi-deild karla á næsta ári með 2-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði í Inkasso-deildinni í dag.
Viktor Jónsson skoraði fyrsta markið af vítapunktinum eftir vafasaman dóm og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik skoraði svo Rafn Andri Haraldsson og lokatölur 2-0 sigur Þróttara í Laugardalnum.
Þróttur er nú í þriðja sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Fylki sem er í öðru sætinu þegar þrír leikir eru eftir. Liðin mætast innbyrðis í næstu umferð.
Leiknir Fáskrúðsfirði er svo gott sem fallið í aðra deildina en þeir þurfa að vinna restina af leikjum sínum og treysta á að ÍR tapi öllum leikjum sínum. Einnig þurfa þeir að vinna upp 23 marka mun.
Úrslit eru fengin frá úrslit.net.
