Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 11:30 Donald Trump reynir nú á að sýna Kim Jong-un herstyrk Bandaríkjanna og fá hann til að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00