Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 20:55 Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters. Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters.
Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02
Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37