Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 20:55 Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters. Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters.
Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02
Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37