Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 15:02 Erdogan, Tyrklandsforseti, á kjörstað í dag. Hann er fylgjandi breytingunum. Vísir/EPA Kosningu er lokið í Tyrklandi og kjörstöðum hefur þar með verið lokað, en talning atkvæða hefur hafist. BBC greinir frá. Atkvæðagreiðslan snýst um hvort breyta eigi stjórnskipan Tyrklands og færa forsetaembættinu aukin völd, á kostnað þingsins. Ef tyrkneska þjóðin segir já, verður Tyrkland að forsetaræði. Stuðningsmenn segja að stjórnkerfi landsins yrði þá líkt því stjórnarfari sem þekkist í Bandaríkjunum og Frakklandi. Andstæðingar tillögunnar hafa þó bent á að samkvæmt tillögunni sem kosið er um, yrði stjórnkerfi landsins, ekkert í líkingu við stjórnkerfi Frakklands og Bandaríkjanna, þar sem þrískipting ríkisvaldsins kemur í veg fyrir að forsetinn geti misbeitt valdi sínu. Ekki er gert ráð fyrir því í Tyrklandi í tillögunni sem kosið var um í dag. Verði hún samþykkt mun forseti landsins geta rofið þing, skipað ráðherra og dómara, auk þess sem hann gæti gefið út tilskipanir. Búist er við fyrstu tölum síðar í kvöld. Uppfært kl. 15:25.Samkvæmt heimildum NTV sjónvarpsstöðvarinnar benda fyrstu tölur til þess að tillagan um stjórnkerfisbreytingar verði samþykkt. Segir í frétt NTV, sem Reuters greinir frá, að 63,2 prósent kjósenda hafi sagt já, en 36,8 prósent séu tillögunni mótfallnir. Enn á þó eftir telja mun fleiri atkvæði, en talningu um fjórðungs atkvæða er lokið. Verði úrslit kosninganna með þessum hætti, er ljóst að stjórnkerfi landsins verður gjörbreytt, með meiri völdum forsetaembættisins, á kostnað þingsins. Uppfært kl. 16:35.Samkvæmt heimildum Reuters er talningu um 90 prósenta atkvæða nú lokið. Tæpur meirihluti þjóðarinnar, eða 52,8 prósent styður breytingar á stjórnkerfi landsins, en ljóst er að afar mjótt er á munum. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Kosningu er lokið í Tyrklandi og kjörstöðum hefur þar með verið lokað, en talning atkvæða hefur hafist. BBC greinir frá. Atkvæðagreiðslan snýst um hvort breyta eigi stjórnskipan Tyrklands og færa forsetaembættinu aukin völd, á kostnað þingsins. Ef tyrkneska þjóðin segir já, verður Tyrkland að forsetaræði. Stuðningsmenn segja að stjórnkerfi landsins yrði þá líkt því stjórnarfari sem þekkist í Bandaríkjunum og Frakklandi. Andstæðingar tillögunnar hafa þó bent á að samkvæmt tillögunni sem kosið er um, yrði stjórnkerfi landsins, ekkert í líkingu við stjórnkerfi Frakklands og Bandaríkjanna, þar sem þrískipting ríkisvaldsins kemur í veg fyrir að forsetinn geti misbeitt valdi sínu. Ekki er gert ráð fyrir því í Tyrklandi í tillögunni sem kosið var um í dag. Verði hún samþykkt mun forseti landsins geta rofið þing, skipað ráðherra og dómara, auk þess sem hann gæti gefið út tilskipanir. Búist er við fyrstu tölum síðar í kvöld. Uppfært kl. 15:25.Samkvæmt heimildum NTV sjónvarpsstöðvarinnar benda fyrstu tölur til þess að tillagan um stjórnkerfisbreytingar verði samþykkt. Segir í frétt NTV, sem Reuters greinir frá, að 63,2 prósent kjósenda hafi sagt já, en 36,8 prósent séu tillögunni mótfallnir. Enn á þó eftir telja mun fleiri atkvæði, en talningu um fjórðungs atkvæða er lokið. Verði úrslit kosninganna með þessum hætti, er ljóst að stjórnkerfi landsins verður gjörbreytt, með meiri völdum forsetaembættisins, á kostnað þingsins. Uppfært kl. 16:35.Samkvæmt heimildum Reuters er talningu um 90 prósenta atkvæða nú lokið. Tæpur meirihluti þjóðarinnar, eða 52,8 prósent styður breytingar á stjórnkerfi landsins, en ljóst er að afar mjótt er á munum.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira