Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2017 10:30 Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Texas vegna gruns um heimilisofbeldi. Vísir/Hörður Magnús Jónsson, sem sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og Íslandi fyrir heimilisofbeldi, hefur tjáð lögregluyfirvöldum að hann geti ekki fjármagnað vörn sína í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í opinberum skrám í Travis County í Texas þar sem málið er til meðferðar. Magnús var tekjuhæsti forstjóri á Íslandi árið 2009 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann var þá forstjóri Atorkusem síðar varð gjaldþrota. Þá á hann einbýlishús í Garðabæ, nýuppgert sumarhús og ekur um á Range Rover Vogue árgerð 2015. Það vekur því nokkra athygli að hann telji sér ekki fært að halda uppi vörnum í málinu vegna kostnaðar. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Bandaríkjunum þann 14. júlí næstkomandi. Hanna Kristín Skaftadóttir, fyrrverandi sambýliskona Magnúsar og sú sem kært hefur hann bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum fyrir heimilisofbeldi, steig fram og sagði sína hlið á málinu á dögunum. Birti hún sömuleiðis myndir af áverkum sínum. Færsluna má sjá hér að neðan. Þá steig fyrrverandi sambýliskona hans til sautján ára fram í viðtali við Fréttablaðið á dögunum og lýsti endurteknu ofbeldi af hendi hans meðan þau voru í sambúð. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Magnús Jónsson, sem sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og Íslandi fyrir heimilisofbeldi, hefur tjáð lögregluyfirvöldum að hann geti ekki fjármagnað vörn sína í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í opinberum skrám í Travis County í Texas þar sem málið er til meðferðar. Magnús var tekjuhæsti forstjóri á Íslandi árið 2009 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann var þá forstjóri Atorkusem síðar varð gjaldþrota. Þá á hann einbýlishús í Garðabæ, nýuppgert sumarhús og ekur um á Range Rover Vogue árgerð 2015. Það vekur því nokkra athygli að hann telji sér ekki fært að halda uppi vörnum í málinu vegna kostnaðar. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Bandaríkjunum þann 14. júlí næstkomandi. Hanna Kristín Skaftadóttir, fyrrverandi sambýliskona Magnúsar og sú sem kært hefur hann bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum fyrir heimilisofbeldi, steig fram og sagði sína hlið á málinu á dögunum. Birti hún sömuleiðis myndir af áverkum sínum. Færsluna má sjá hér að neðan. Þá steig fyrrverandi sambýliskona hans til sautján ára fram í viðtali við Fréttablaðið á dögunum og lýsti endurteknu ofbeldi af hendi hans meðan þau voru í sambúð. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30
Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38