Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2017 13:30 Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni. Vísir/Vilhelm Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn í Borgarnesi síðastliðna helgi vegna gruns um ölvun við akstur. Nokkrum mínútum síðar þurfti konan að keyra út í kant vegna ofbeldis mannsins í bílnum en hann sat í aftursæti bílsins, lét ófriðlega og reif reglulega í hana þar sem hún var við akstur. Ökumaður annarrar bifreiðar kom konunni til aðstoðar. Konunni var ekið á bráðamóttöku þar sem áverkar hennar voru skoðaðir. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður konunnar, staðfestir í samtali við Vísi að hann sé að skoða líkamsárásina og stöðu skjólstæðings síns.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður konunnar.Lögreglu var tilkynnt um atvikið en þegar lögreglumenn komu á vettvang var bíllinn yfirgefinn úti í vegakanti.Ölvaður undir stýri Handtakan í Borgarnesi var síðdegis á laugardaginn. Maðurinn og konan höfðu farið saman út úr bænum en sinnast og ákveðið að halda aftur til borgarinnar. Í Borgarnesi sauð upp úr og fóru þau hvort á sinn staðinn í Borgarnesi, verslun Olís annars vegar og Hyrnuna hins vegar. Maðurinn virðist hafa tekið til við drykkju en eftir að fólkið hafði rætt málin og ákveðið að aka saman til borgarinnar stöðvaði lögregla bílinn vegna gruns um að maðurinn væri ölvaður. Var hann handtekinn, færður á lögreglustöð áður en honum var sleppt. Tók konan við akstri bílsins. Samkvæmt heimildum Vísis lét maðurinn ófriðlega í aftursæti bílsins, reif í konuna og var svo ágengur að konan keyrði að endingu út í vegakant og hljóp undan manninum.Greindi frá áralöngu ofbeldi Oft er talað um litla Ísland og það átti svo sannarlega við þegar ökumaður sem var á ferð á Vesturlandsvegi stöðvaði bíl sinn til að hjálpa konunni. Þar var á ferðinni vinkona systur fyrrverandi sambýliskonu mannsins sem hefur sömuleiðis sakað manninn um gróft ofbeldi yfir langan tíma. Konan var í sambúð með manninum í 17 ár og sagði hún í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að maðurinn hefði margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá.Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband.Four Seasons AustinSætir rannsókn í Texas Maðurinn, sem er tæplega fertugur, var handtekinn í Texas þann 9. mars vegna gruns um að hafa ráðist á kærustuna sína á hóteli í miðbæ Austin. Maðurinn var látinn laus úr fangelsinu gegn sex þúsund dollara tryggingu, um 650 þúsund króna. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Texas en til undatekninga heyrir að saksóknarar í ríkinu falli frá ákæru. Því má fastlega búist við því að málið fari fyrir dóm þar í landi. Maðurinn á sér ekki brotasögu en hefur verið stefnt fyrir ærumeiðingar. Maðurinn dró orð sín til baka svo ekki kom til þess að dómur félli í málinu. Ekki náðist í manninn við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn í Borgarnesi síðastliðna helgi vegna gruns um ölvun við akstur. Nokkrum mínútum síðar þurfti konan að keyra út í kant vegna ofbeldis mannsins í bílnum en hann sat í aftursæti bílsins, lét ófriðlega og reif reglulega í hana þar sem hún var við akstur. Ökumaður annarrar bifreiðar kom konunni til aðstoðar. Konunni var ekið á bráðamóttöku þar sem áverkar hennar voru skoðaðir. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður konunnar, staðfestir í samtali við Vísi að hann sé að skoða líkamsárásina og stöðu skjólstæðings síns.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður konunnar.Lögreglu var tilkynnt um atvikið en þegar lögreglumenn komu á vettvang var bíllinn yfirgefinn úti í vegakanti.Ölvaður undir stýri Handtakan í Borgarnesi var síðdegis á laugardaginn. Maðurinn og konan höfðu farið saman út úr bænum en sinnast og ákveðið að halda aftur til borgarinnar. Í Borgarnesi sauð upp úr og fóru þau hvort á sinn staðinn í Borgarnesi, verslun Olís annars vegar og Hyrnuna hins vegar. Maðurinn virðist hafa tekið til við drykkju en eftir að fólkið hafði rætt málin og ákveðið að aka saman til borgarinnar stöðvaði lögregla bílinn vegna gruns um að maðurinn væri ölvaður. Var hann handtekinn, færður á lögreglustöð áður en honum var sleppt. Tók konan við akstri bílsins. Samkvæmt heimildum Vísis lét maðurinn ófriðlega í aftursæti bílsins, reif í konuna og var svo ágengur að konan keyrði að endingu út í vegakant og hljóp undan manninum.Greindi frá áralöngu ofbeldi Oft er talað um litla Ísland og það átti svo sannarlega við þegar ökumaður sem var á ferð á Vesturlandsvegi stöðvaði bíl sinn til að hjálpa konunni. Þar var á ferðinni vinkona systur fyrrverandi sambýliskonu mannsins sem hefur sömuleiðis sakað manninn um gróft ofbeldi yfir langan tíma. Konan var í sambúð með manninum í 17 ár og sagði hún í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að maðurinn hefði margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá.Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband.Four Seasons AustinSætir rannsókn í Texas Maðurinn, sem er tæplega fertugur, var handtekinn í Texas þann 9. mars vegna gruns um að hafa ráðist á kærustuna sína á hóteli í miðbæ Austin. Maðurinn var látinn laus úr fangelsinu gegn sex þúsund dollara tryggingu, um 650 þúsund króna. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Texas en til undatekninga heyrir að saksóknarar í ríkinu falli frá ákæru. Því má fastlega búist við því að málið fari fyrir dóm þar í landi. Maðurinn á sér ekki brotasögu en hefur verið stefnt fyrir ærumeiðingar. Maðurinn dró orð sín til baka svo ekki kom til þess að dómur félli í málinu. Ekki náðist í manninn við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00
Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38