Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2017 17:38 Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband. Four Seasons Austin Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira