Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2017 17:38 Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband. Four Seasons Austin Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira