Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Benedikt Bóas skrifar 14. mars 2017 23:15 Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Vísir/Getty Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38