Þegar Gummi Ben gabbaði FH-inga upp úr skónum án þess að koma við boltann | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 14:00 Valsmenn geta í kvöld sótt sigur í Kaplakrika eitthvað sem hefur ekki tekist hjá Hlíðarendaliðinu í tæp tíu ár eða síðan 23. september 2007. Íslandsmeistarar FH taka þá á móti toppliði Vals í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Valsmenn lögðu grunn að síðasta Íslandsmeistaratitli sínum með sigrinum í Krikanum fyrir tíu árum. Það er einmitt síðasti sigur Valsliðsins í Kaplakrika. Fyrra mark Vals í leiknum er sérstaklega eftirminnilegt en það skoraði Baldur Aðalsteinsson og kom Val í 1-0 á 32. mínútu leiksins. Helgi Sigurðsson átti vissulega stoðsendinguna á Baldur en Guðmundur Benediktsson átti mikinn þátt í þessu marki þrátt fyrir að koma aldrei við boltann. Gummi Ben gabbaði nefnilega varnarmenn FH-inga upp úr skónum með því að láta boltann fara. Boltinn fór áfram til Baldurs sem skoraði gríðarlega mikilvægt mark. Helgi Sigurðsson innsiglaði síðan sigurinn eftir laglega skyndisókn undir lok leiksins. FH var fyrir þennan leik búið að vera á toppnum samfellt í 38 mánuði en Valsmenn tóku toppsætið af þeim með sigrinum og hrifsuðu svo Íslandsmeistaratitilinn til sín með 1-0 sigri á HK í lokaumferðinni sex dögum síðar. Það má sjá þessi tvö mörk í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 í Kaplakrika og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Útsending Stöð 2 Sport hefst síðan klukkan 19.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Valsmenn geta í kvöld sótt sigur í Kaplakrika eitthvað sem hefur ekki tekist hjá Hlíðarendaliðinu í tæp tíu ár eða síðan 23. september 2007. Íslandsmeistarar FH taka þá á móti toppliði Vals í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Valsmenn lögðu grunn að síðasta Íslandsmeistaratitli sínum með sigrinum í Krikanum fyrir tíu árum. Það er einmitt síðasti sigur Valsliðsins í Kaplakrika. Fyrra mark Vals í leiknum er sérstaklega eftirminnilegt en það skoraði Baldur Aðalsteinsson og kom Val í 1-0 á 32. mínútu leiksins. Helgi Sigurðsson átti vissulega stoðsendinguna á Baldur en Guðmundur Benediktsson átti mikinn þátt í þessu marki þrátt fyrir að koma aldrei við boltann. Gummi Ben gabbaði nefnilega varnarmenn FH-inga upp úr skónum með því að láta boltann fara. Boltinn fór áfram til Baldurs sem skoraði gríðarlega mikilvægt mark. Helgi Sigurðsson innsiglaði síðan sigurinn eftir laglega skyndisókn undir lok leiksins. FH var fyrir þennan leik búið að vera á toppnum samfellt í 38 mánuði en Valsmenn tóku toppsætið af þeim með sigrinum og hrifsuðu svo Íslandsmeistaratitilinn til sín með 1-0 sigri á HK í lokaumferðinni sex dögum síðar. Það má sjá þessi tvö mörk í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 í Kaplakrika og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Útsending Stöð 2 Sport hefst síðan klukkan 19.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira